40. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 2. júní 2022 kl. 09:05


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:05
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 2. varaformaður, kl. 09:05
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:05
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:05
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:05
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:23
Lenya Rún Taha Karim (LenK), kl. 09:05
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:05
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:05

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Marta Mirjam Kristinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Dagskrárlið frestað.

2) 563. mál - stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022--2036 Kl. 09:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hólmfríði Sveinsdóttur og Aðalstein Þorsteinsson frá innviðaráðuneytinu.

3) 461. mál - fjarskipti Kl. 10:01
Nefndin ræddi málið.

Tillaga formanns um að málið yrði afgreitt úr nefndinni til 2. umræðu var samþykkt af Vilhjálmi Árnasyni, Njáli Trausta Friðbertssyni, Bjarna Jónssyni, Höllu Signýju Kristjánsdóttur, Ingibjörgu Isaksen og Orra Pál Jóhannssyni.
Helga Vala Helgadóttir og Lenya Rún Taha Karim greiddu atkvæði gegn afgreiðslu málsins.

Að nefndaráliti meiri hluta með breytingartillögu standa Vilhjálmur Árnason, Njáll Trausti Friðbertsson, Bjarni Jónsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Ingibjörg Isaksen og Orri Páll Jóhannsson. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins en skrifar undir álitið með heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa.

Helga Vala Helgadóttir og Lenya Rún Taha Karim lögðu fram eftirfarandi bókun:
Lýst er yfir óánægju með að í fjarskiptalögum sem er gríðarlega mikilvægt mál gefist fimm mínútur til að ræða nefndarálit áður en það er tekið út.

4) Önnur mál Kl. 10:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15